Veitingasvindlarinn enn á ferð

Lögreglan
Lögreglan mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Karlmaðurinn sem hefur angrað veitingamenn og verslunareigendur síðustu vikur var enn og aftur handtekinn í nótt. Í þetta sinn var hann að reyna að komast inn í hótel í Aðalstræti, á fjórða tímanum í nótt. Starfsmenn höfðu varann á í þetta sinn og læstu hurðinni.

Þegar lögreglu bar að var hann á stolnu reiðhjóli. Hann var tekinn höndum og gistir nú í fangageymslu lögreglu.

Mbl.is sagði frá manninum um helgina, en hann hefur verið handtekinn á hverjum degi í hálfan mánuð vegna þjófnaða og veitingasvika. Ekki er nóg með að hann neiti ítrekað að borga reikninginn á veitingastöðum, heldur er hann einnig ógnandi í framkomu við starfsfólk þeirra staða sem hann svíkur í viðskiptum.

Sjá einnig. Svíkur út veitingar á hverjum degi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert