Árásin náðist á upptöku

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem réðust …
Hæstiréttur Íslands hefur staðfest gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem réðust að þeim þriðja í Grundarfirði þann 17. júlí. Brynjar Gauti

Hæstirétt­ur hef­ur staðfest gæslu­v­arðhalds­úrsk­urð héraðsdóms yfir tveim­ur mönn­um sem veitt­ust að þeim þriðja í Grund­arf­irði aðfaranótt fimmtu­dags 17. júlí. Fram kem­ur í dómi Hæsta­rétt­ar að mynd­band hafi náðst af árás­inni en að frá­sögn árás­ar­mann­anna hafi ekki verið í sam­ræmi við upp­tök­una. 

Þar sem ekki er sam­ræmi milli þess sem ráðið verður af upp­tök­unni og framb­urðar varn­araðila og Y hjá lög­reglu er fall­ist á með sókn­araðila að varn­araðili kunni að tor­velda rann­sókn máls­ins, verði hann lát­inn laus úr ein­angr­un meðan rann­sókn­in er á frum­stigi.“ Þetta kem­ur meðal ann­ars fram í úr­sk­urði Hæsta­rétt­ar.

Sú krafa var gerð fyr­ir héraðsdómi að mönn­un­um verði gert að sæta ein­angr­un meðan á gæslu­v­arðhald­inu stend­ur. Hún hef­ur því verið staðfest.

Maður sem tel­ur sig hafa orðið vitni að at­b­urðinum seg­ir að árás­ar­menn­irn­ir hafi slegið til hins slasaða með þeim af­leiðing­um að hann féll í jörðina. Þá hafi ann­ar árás­ar­mann­anna sest klof­vega yfir þann slasaða og kýlt hann einu sinni eða tvisvar í höfuðið með kreppt­um hnefa. Vitnið seg­ist hafa komið að árás­inni en fljót­lega kom bát­ur að höfn­inni sem árás­ar­menn­irn­ir fóru um borð í. 

Í dóm­in­um kem­ur einnig fram að ann­ar árás­ar­mann­anna hafi haldið því fram í skýrslu­töku sem fram­kvæmd var eft­ir árás­ina að lyft­ari hefði ekið í höfuð hins slasaða. Mann­in­um hafði verið sýnd upp­taka af árás­inni sem hann sagði staðfesta frá­sögn sína.

Fórn­ar­lambið slasaðist al­var­lega og er sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is enn haldið sof­andi í önd­un­ar­vél á gjör­gæslu Land­spít­ala.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert