Friðrik Ómar bauð upp á lambakjöt

Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson hélt skemmtilegt matarboð og bauð góðum vinum. Meðal gesta voru Eurovisionfararnir Eiríkur Hauksson og Eyþór Ingi Gunnlaugsson og því var um sannkallað Eurovision-boð að ræða. Friðrik bauð upp á tvenns konar forrétti, gómsætt lamb í aðalrétt og heilsusamlegan og litríkan eftirrétt í lokin. Gestir Friðriks voru saddir og sælir þegar þeir fóru heim enda var fjölbreyttur og góður matur á boðstólnum.

 Uppskriftirnar má nálgast í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem kemur út í dag, laugardag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert