Annie Mist Þórisdóttir hafnaði í öðru sæti í einstaklingskeppni kvenna á heimsleikunum í Crossfit sem fóru fram í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum um helgina og er hún því næst hraustasta kona í heimi.
Camille Leblanc-Bazinet sigraði í kvennaflokki og hlaut þar með titilinn hraustasta kona í heimi. Annie Mist hlaut titilinn árin 2011 og 2012 en tók ekki þátt í fyrra vegna meiðsla í baki. Rich Froning sigraði einstaklingsflokk karla.
Lið CrossFitSport, Þuríður Erla Helgadóttir, Fríða Dröfn Ammendrup, Ingunn Lúðvíksdóttir, Davíð Björnsson, James William Goulden og Daði Hrafn Sveinbjarnarson, hafnaði í 34. sæti á mótinu.
Hér má sjá lista yfir úrslit mótsins