Maðurinn sem ráðist var á aðfaranótt fimmtudagsins 17. júlí sl. í Grundarfirði er enn á gjörgæsludeild Landspítala og er honum haldið sofandi. Eins og áður hefur komið fram slasaðist hann alvarlega.
Tveir menn eru grunaðir um að hafa veitt honum áverka. Myndband náðist af árásinni en frásögn árásarmannanna er ekki í samræmi við upptökuna. Mennirnir hafa sætt gæsluvarðhaldi og var það framlengt um fjórar vikur sl. fimmtudag. Mennirnir kærðu báðir úrskurðinn til Hæstaréttar.
Að sögn lögreglu á Akranesi er málið enn í rannsókn.
Frétt mbl.is: Árásin náðist á upptöku
Frétt mbl.is: Í áframhaldandi gæsluvarðhald