Í varðhaldi vegna almannahagsmuna

mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Vesturlands um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir um alvarlega líkamsárás í Grundarfirði 17 júlí. Þeir hafa verið í haldi síðan. Úrskurðurinn nú er á grundvelli almannahagsmuna. 

Maður­inn sem ráðist var á er enn á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala og er hon­um haldið sof­andi. 

 Mynd­band náðist af árás­inni en frá­sögn árás­ar­mann­anna er ekki í sam­ræmi við upp­tök­una. Menn­irn­ir hafa sætt gæslu­v­arðhaldi og var það fram­lengt um fjór­ar vik­ur sl. fimmtu­dag. Menn­irn­ir kærðu báðir úr­sk­urðinn til Hæsta­rétt­ar sem hefur nú staðfest niðurstöðu Héraðsdóms.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Akranesi fer með rannsókn málsins.

Fréttir mbl.is um málið:

Enn haldið sofandi eftir árás

Árás­in náðist á upp­töku

 Í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald

Grundarfjörður.
Grundarfjörður. mbl.is/Þorkell Þorkelsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert