Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Vesturlands um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir um alvarlega líkamsárás í Grundarfirði 17 júlí. Þeir hafa verið í haldi síðan. Úrskurðurinn nú er á grundvelli almannahagsmuna.
Maðurinn sem ráðist var á er enn á gjörgæsludeild Landspítala og er honum haldið sofandi.
Myndband náðist af árásinni en frásögn árásarmannanna er ekki í samræmi við upptökuna. Mennirnir hafa sætt gæsluvarðhaldi og var það framlengt um fjórar vikur sl. fimmtudag. Mennirnir kærðu báðir úrskurðinn til Hæstaréttar sem hefur nú staðfest niðurstöðu Héraðsdóms.
Rannsóknardeild lögreglunnar á Akranesi fer með rannsókn málsins.
Fréttir mbl.is um málið:
Í áframhaldandi gæsluvarðhald