Mælar á Rangárvöllum námu drunur frá berghlaupi

Vatn úr flóðbylgju skriðunnar flæddi inn í gíg Vítis.
Vatn úr flóðbylgju skriðunnar flæddi inn í gíg Vítis. LjósmyndGunnar Víðisson

Innhljóð frá hljóðbylgjunni sem berghlaupið í Öskju sendi frá sér mældist greinilega á mæli í Gunnarsholti á Rangárvöllum.

Raunar hafði bylgjan fyrst viðkomu í heiðhvolfinu en endurkastaðist þaðan á mælana og kom þar fram 11 mínútum eftir að jarðskjálftamælar sýndu hreyfingu á svæðinu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Hljóðbylgjumælar hafa verið settir upp á nokkrum stöðum á Suðurlandi í tengslum við mikið vöktunarverkefni, Futurevolc sem stjórnað er frá Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands en unnið er fyrir fjármagn frá Evrópusambandinu. Jarðfræðistofnun Háskólans í Flórens á Ítalíu setur upp hljóðbylgjumælana. Þar eru margir mismunandi mælar settir upp í fylkingu til að nema hljóð úr öllum áttum og af mismunandi tíðnisviðum. Hugmyndin er að nota innhljóðið til að tímasetja eldgos og tilheyrandi sprengingar og skriður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka