Ákveðið hefur verið að opna skóla- og skiptabókamarkað Griffills í Laugardalshöll á morgun.
Móttaka skiptibóka hefst þá þegar og verður tekið á móti skiptibókum fram að verslunarmannahelgi.
Tjón Griffils í brunanum í Skeifunni var gríðarlegt þar sem allt brann sem brunnið gat, segir í fréttatilkynningu frá Griffli.
„Við skoðuðum málið og niðurstaðan var sú að við opnum skólamarkaðinn okkar í Laugardalshöllinni og hefjumst handa við móttöku notaðra skólabóka strax á morgun,“ er haft eftir Ingþóri Ásgeirssyni hjá Griffli í fréttatilkynningu.
Móttaka skiptibóka hefst á morgun klukkan 13.00 og eftir verslunarmannahelgi hefst sala bóka og annarra vara sem skólafólk þarf fyrir veturinn.
Hægt verður að nálgast lista yfir skiptibækur á heimasíðu Griffils og á Facebook.