Tók skriðsundsnámskeið og synti Drangeyjarsund

Jón Kristinn Þórsson syndir Drangeyjarsund í norðvestan kalda og úfnum …
Jón Kristinn Þórsson syndir Drangeyjarsund í norðvestan kalda og úfnum sjó. Ljósmynd/Lúðvík Kristinsson

„Þetta hafði lengi verið draumurinn hjá mér og síðustu mánuði vann ég að settu markmiði að synda þetta í sumar. Þegar við komum norður voru aðstæður reyndar ekkert alltof góðar. En fyrst við vorum komnir alla leið, þá ákvað ég að kýla á þetta.“

Svo mælir í Morgunblaðinu í dag Jón Kristinn Þórsson, lögreglumaður í Reykjavík, sem í vikunni synti Drangeyjarsund, á svipuðum slóðum og Grettir sterki Ásmundarson árið 1030.

Jón er fjórði lögreglumaðurinn sem þreytir Grettissund eða Drangeyjarsund, milli Drangeyjar í Skagafirði og Reykja á Reykjaströnd. Sjálft Grettissundið er um 7,1 km en þá er synt úr Uppgönguvík í Drangey. Drangeyjarsundið er um 6,6 km og þá er synt úr fjöru sunnan til á eynni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert