Þriðja skipun sendiherra í bígerð

mbl.is/Hjörtur

Von er á þriðju pólitísku skipuninni í sendiherrastarf, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Mun sú staða koma í hlut Samfylkingarinnar.

Forysta flokksins hefur, samkvæmt upplýsingum blaðsins, ekki gert tillögu um neinn sérstakan kandídat í stöðuna við utanríkisráðherra og að sögn formanns Samfylkingarinnar hefur slíkt ekki verið rætt í forystunni.

Utanríkisráðherra hefur skipað tvo nýja sendiherra frá 1. janúar 2015, þá Geir H. Haarde og Árna Þór Sigurðsson. Stjórnmálamaður hefur ekki verið skipaður í starf sendiherra undanfarin sex ár, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert