Lögreglan á Hvolsvelli setti þessa mynd inn á Facebooksíðu sína í dag. Þar biðlar til ferðalanga sem, eiga leið til Vestmannaeyja að leggja tímanlega af stað.
Núna séu öll bílastæði full og farið að leggja bifreiðum með Landeyjarhafnavegi. Núna er röðin um 1,5 km löng og lengist. Gera þarf ráð fyrir þessum göngutúr jafnframt. Lögreglan mun fylgjast með umferð og ef ökumenn verða stöðvaðir fyrir of hraðan akstur tekur afgreiðsla slíks máls sinn tíma líka. Verið því tímanlega og umfram allt farið varlega í umferðinni.
Stjórnendur Herjólfs segja í tilkynningu að nú þegar sé kominn mikill fjöldi bíla í Landeyjahöfn.
<span>Af þeim sökum eru farþegar Herjólfs hvattir til að gera ráð fyrir amk 45 minútum aukalega í það að ganga frá bifreið sinni að afgreiðslu Herjólfs. </span>Einnig er rétt að gera ráð fyrir um 2 klst í akstur frá höfuðborgarsvæðinu til Landeyjahafnar.
<strong>Uppfært 17:07</strong>Bílastæði í Landeyjahöfn eru nú full og er bílum því lagt í vegköntum með aðstoð björgunarsveita. Ekki er ólöglegt að leggja bílum sínum með slíkum hætti á svæðinu líkt og í Reykjavík og mega ökumenn því ekki búast við sekt sé bílum lagt rétt.