Fólk í sjálfheldu á Hafnarfjalli

Hafnarfjall
Hafnarfjall Morgunblaðið/RAX

Tveir eru í sjálfheldu á Hafnarfjalli, að öllum líkindum, og hafa björgunarsveitir í Borgarfirði og af Akranesi verðir sendar út að sækja fólkið. Staðsetning þess er ekki alveg ljós þótt líklegast sé talið að fólkið sé á Hafnarfjalli.

Talið er að um erlenda ferðamenn, mann og konu, sé að ræða, en þau höfðu samband við Neyðarlínu rétt fyrir klukkan fimm.

Að sögn björgunarsveitar er fólkið ágætlega búið en það hafi hvorki treyst sér til þess að halda áfram né fara til baka. Fimmtán til tuttugu manns taka þátt í leitinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert