Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, heldur að skaflinn í Gunnlaugsskarði, vestan í Kistufelli í Esjunni, muni hverfa í sumar eða snemma hausts.
„Ég held að skaflinn fari í sumar eða snemma hausts. Ég fylgist með hitanum í Skálafelli og hann er ekki nema svona 3-8° en líklega er kaldara í Gunnlaugsskarði þar sem skaflinn er, þannig að það má ekki mikið kólna því þá hættir snjóinn að leysa.
Það voru mikil hlýindi í haust og sérstaklega frá áramótum. Hlýindin benda til þess að skaflinn muni bráðna, en hann gæti kannski horfið í lok ágúst. Það þarf nefnilega ekki mikið að ganga á skaflana í Esjunni svo að þeir bráðni.“