Í annarlegu ástandi á golfvelli

Hlið sem ökumaðurinn ók niður.
Hlið sem ökumaðurinn ók niður. mbl.is/SLG

Tilkynnt um akstur sendibifreiðar á golfvelli á Seltjarnarnesi klukkan ellefu í gærkvöldi og hafi ökumaðurinn ekið mjög nærri fólki sem var þar við golfiðkun.  Þegar lögreglumenn gáfu ökumanni sendibifreiðarinnar merki um að stöðva sinnti hann því ekki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 

Er manninum var veitt eftirför ók hann á tvær lögreglubifreiðar og endaði hann á því að aka inn á byggingarsvæði þar sem bifreiðin sat föst á jarðvegsbrún  byggingargrunns og vóg þar salt.  Dráttarbifreið var fengin til að draga bifreiðina til baka til að hægt væri að nálgast ökumanninn. 

Ökumaðurinn, sem var í mjög annarlegu ástandi, var handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann.  Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis / fíkniefna, nytjastuld bifreiðar, fara ekki að fyrirmælum lögreglu, umferðaróhapp, eignaspjöll ofl.

Frétt mbl.is: Maður handtekinn í Vesturbæ

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert