Eftirförin í gærkvöldi: Myndskeið

Á myndskeiðinu sést meðal annars að einn lögreglubílanna ekur utan …
Á myndskeiðinu sést meðal annars að einn lögreglubílanna ekur utan í sendibílinn. Skjáskot af YouTube.

Á myndskeiði sem deilt hefur verið á YouTube má sjá lögreglubifreiðar veita sendibifreið, sem ekið var mjög nærri fólki á golfvelli á Seltjarnarnesi í gærkvöldi, eftirför. Bílnum er ekið yfir á rangan vegarhelming og því næst inn á vinnusvæði við JL-húsið. Þar festi ökumaðurinn bifreiðina á jarðvegsbrún byggingargrunns og vó þar salt. 

Að minnsta kosti einn lögreglubílanna ók utan í sendibifreiðina, eins og sjá má á myndskeiðinu. 

Í tilkynningu sem barst frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun kemur fram að tilkynnt hafi verið um akstur sendibifreiðar á golfvelli á Seltjarnarnesi klukkan ellefu í gærkvöldi og hafi ökumaðurinn ekið mjög nærri fólki sem var þar við golfiðkun. Þegar lög­reglu­menn gáfu öku­manni sendi­bif­reiðar­inn­ar merki um að stöðva sinnti hann því ekki. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­reglu. 

Er mann­in­um var veitt eft­ir­för ók hann á tvær lög­reglu­bif­reiðar og endaði hann á því að aka inn á bygg­ing­ar­svæði þar sem bif­reiðin sat föst á jarðvegs­brún bygg­ing­ar­grunns og vóg þar salt. Drátt­ar­bif­reið var feng­in til að draga bif­reiðina til baka svo hægt væri að nálg­ast öku­mann­inn.

Ökumaður­inn, sem var í mjög ann­ar­legu ástandi, var hand­tek­inn og vistaður í fanga­geymslu þar til hægt yrði að ræða við hann. Ökumaður­inn er grunaður um akst­ur bif­reiðar und­ir áhrif­um áfeng­is/fíkni­efna, nytjastuld bif­reiðar, að fara ekki að fyr­ir­mæl­um lög­reglu, um­ferðaró­happ, eigna­spjöll o.fl.

Hér má sjá myndskeiðið: 

Frétt mbl.is: Í annarlegu ástandi á golfvelli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert