Líðan ungu konunnar stöðug

Frá Stjórnarfossi. Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við erfiðar aðstæður.
Frá Stjórnarfossi. Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við erfiðar aðstæður. Ljósmynd/Guðmundur Vignir Steinsson

Líðan ungu konunnar sem slasaðist við klifur við Stjórnarfoss í gær er stöðug og mun hún að öllum líkindum útskrifast af gjörgæslu síðar í dag að sögn læknis. Í tilkynningu frá Landsbjörgu í gær kom fram að konan væri talin alvarlega slösuð en ekki fengust upplýsingar um áverka konunnar.

Björg­un­ar­sveit­in Kynd­ill á Kirkju­bæj­arklaustri var kölluð út í gær þegar til­kynn­ing barst um slasaða konu við Stjórn­ar­foss. Kon­an var við klifur þegar hún féll og meidd­ist. Sjúkra­bíll var einnig send­ur á staðinn og þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar kölluð út.

Búið var um kon­una og henni komið í sjúkra­bíl á meðan beðið var eft­ir þyrlunni sem kom á slysstaðinn um klukk­an 15. Þyrl­an lenti við mjög erfiðar aðstæður í þröngu gil­inu og flaug svo inn­ar í það til að ekki þyrfti að aka með kon­una, sem tal­in er al­var­lega slösuð, í sjúkra­bíln­um eft­ir ósléttu gil­inu að þyrlunni. Hún flutti kon­una á sjúkra­hús í Reykja­vík.

Frétt mbl.is: Féll í klifri við Stjórnarfoss

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert