Ríkisstjórnin starfar eftir eldri siðareglum

Unnið er að setningu nýrra siðareglna í forsætisráðuneytinu.
Unnið er að setningu nýrra siðareglna í forsætisráðuneytinu. mbl.is/Golli

Samkvæmt heimildum mbl.is úr forsætisráðuneytinu hefur starfandi ríkisstjórn litið til siðareglna síðustu ríkisstjórnar og farið eftir þeim eins og þær séu enn í gildi. 

Unnið er að setningu nýrra siðareglna í forsætisráðuneytinu en þar til þær verða settar hefur verið farið eftir þeim eldri, sem þó féllu úr gildi þegar síðasta ríkisstjórn fór frá. Á vefsíðu forsætisráðuneytisins er hlekkur þar sem enn er vísað í reglurnar frá árinu 2011.

Umboðsmaður Alþingis sendi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra bréf fyrr í dag þar sem hann er spurður um siðareglur ríkisstjórnarinnar.

Hafi rík­is­stjórn yðar, hr. for­sæt­is­ráðherra, ekki samþykkt siðaregl­ur fyr­ir ráðherra er í öðru lagi óskað eft­ir af­stöðu yðar til þess hvort siðaregl­ur ráðherra nr. 360/​2011 gildi um störf ráðherra í rík­is­stjórn yðar,“ seg­ir umboðsmaður í bréf­inu til Sig­mund­ar Davíðs.

Samkvæmt heimildum mbl.is var þegar hafist handa við að rita svarbréf til umboðsmanns og mun honum vera svarað á næstu dögum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er staddur erlendis en flýgur til landsins seint í kvöld.

Fyrri fréttir mbl.is

Ánægð með hraða afgreiðslu

Vill skýrari svör frá ráðherrum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert