Andlát: Arinbjörn Guðmundsson

Arinbjörn Guðmundsson við taflborðið á Ólympíuskákmótinu í Leipzig árið 1960.
Arinbjörn Guðmundsson við taflborðið á Ólympíuskákmótinu í Leipzig árið 1960. Mynd/Þjóðviljinn

Ar­in­björn Guðmunds­son skák­meist­ari er lát­inn, 82 ára að aldri. Ar­in­björn var á meðal bestu skák­manna Íslands á ár­un­um 1955-1970 og keppti fjór­um sinn­um á Ólymp­íu­skák­mót­um fyr­ir Íslands hönd. Hann tefldi skák­ir við meðal ann­ars Bobby Fischer og Mik­hail Tal. 

Á vefsíðu Hróks­ins seg­ir frá ævi Ar­in­björns. Hann fædd­ist 22. maí árið 1932 á bæn­um Efstu-Grund und­ir Eyja­fjöll­um. Hann var 17 ára þegar hann lærði mann­gang­inn, og er það at­hygl­is­vert fyr­ir þær sak­ir að sjald­gæft þykir að skák­menn sem læra mann­gang­inn svo seint, nái ár­angri. 

Ar­in­björn keppti á Ólymp­íu­skák­mót­inu í Moskvu árið 1956 sem 2. varamaður og keppti hann síðar á sama móti 1958, 1960 og 1962. Um hríð á 6. ára­tugn­um sat hann í stjórn Tafl­fé­lags Reykja­vík­ur. 

Árið 1960 keppti hann á fimm manna móti þar sem hann mætti ung­um og efni­leg­um Banda­ríkja­manni að nafni Bobby Fischer. Vakti Fischer at­hygli fyr­ir leik sinn sem hann sigraði og þykir skák­in svo eft­ir­minni­leg að Fischer valdi hana í bók sinni: My 60 memorable games. 

Árið 1970 flutt­ist hann ásamt fjöl­skyldu sinni til Ástr­al­íu og bjó hann þar til æviloka. 

Sjá um­fjöll­un Hróks­ins um ævi Ar­in­björns.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert