Andlát: Arinbjörn Guðmundsson

Arinbjörn Guðmundsson við taflborðið á Ólympíuskákmótinu í Leipzig árið 1960.
Arinbjörn Guðmundsson við taflborðið á Ólympíuskákmótinu í Leipzig árið 1960. Mynd/Þjóðviljinn

Arinbjörn Guðmundsson skákmeistari er látinn, 82 ára að aldri. Arinbjörn var á meðal bestu skákmanna Íslands á árunum 1955-1970 og keppti fjórum sinnum á Ólympíuskákmótum fyrir Íslands hönd. Hann tefldi skákir við meðal annars Bobby Fischer og Mikhail Tal. 

Á vefsíðu Hróksins segir frá ævi Arinbjörns. Hann fæddist 22. maí árið 1932 á bænum Efstu-Grund undir Eyjafjöllum. Hann var 17 ára þegar hann lærði mannganginn, og er það athyglisvert fyrir þær sakir að sjaldgæft þykir að skákmenn sem læra mannganginn svo seint, nái árangri. 

Arinbjörn keppti á Ólympíuskákmótinu í Moskvu árið 1956 sem 2. varamaður og keppti hann síðar á sama móti 1958, 1960 og 1962. Um hríð á 6. áratugnum sat hann í stjórn Taflfélags Reykjavíkur. 

Árið 1960 keppti hann á fimm manna móti þar sem hann mætti ungum og efnilegum Bandaríkjamanni að nafni Bobby Fischer. Vakti Fischer athygli fyrir leik sinn sem hann sigraði og þykir skákin svo eftirminnileg að Fischer valdi hana í bók sinni: My 60 memorable games. 

Árið 1970 fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Ástralíu og bjó hann þar til æviloka. 

Sjá umfjöllun Hróksins um ævi Arinbjörns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert