Gælir við steinbítinn Stefaníu

Vestmanneyingurinn Erlendur Bogason kafar reglulega niður að hverastrýtunum í Eyjafirði þar sem hann hefur myndað samband við steinbítinn Stefaníu sem býr þar og hún tekur vel á móti Erlendi þegar hann kemur og færir henni æti. Erlendur hefur tekið magnaðar myndir af samskiptum sínum við Stefaníu sem eru frumsýndar í dag í tilefni af Fiskideginum mikla sem haldinn er á Dalvík í dag.

Í dag verða frumsýndar tuttugu stuttmyndir úr smiðju Erlendar með sögum og svipmyndum úr hafinu og af hafsbotninum við landið en hann naut stuðnings Rannsóknarsjóðs síldarútvegsins og Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum við verkefnið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert