Aníta dróst aftur úr

Aníta tekur nú þátt í lengstu kappreið heims í Mongólíu.
Aníta tekur nú þátt í lengstu kappreið heims í Mongólíu.

Reiðkon­an Aníta Mar­grét Ara­dótt­ir, sem tek­ur nú þátt í kapp­reiðinni Mon­g­ol Der­by í Mong­ól­íu átti nokkuð erfitt uppdráttar í gær samkvæmt upplýsingum frá mótshöldurum.

Þetta kemur fram á Facebooksíðu Anítu.

Aníta fór illa af stað úr búðum 19 og ruglaðist á GPS-tækinu og fékk þá refsingu fyrir að henni var vísað aftur í búðirnar. Þar ákvað hún að bíða eftir næsta hóp.

Aníta komst í búðir 20 í lok dags og féll því nokkuð aftur úr og er í 21.–35. sæti.

Samkvæmt tilkynningunni er Aníta þó enn á ferðinni og staðráðin í að klára þessa löngu og ströngu 1000 kílómetra kappreið.

Hægt er að heita á Anítu með fjár­fram­lög­um með því að leggja inn á reikn­ing 515-04-253774 til að styrkja Barna­spítala­sjóð Hrings­ins og 515-04-253778 til að styrkja Cool Earth. Sama kennitala er á báðum reikn­ing­un­um en hún er : 200282-3619.

Hér má fylgjast með Anítu á Facebook.

Sjá frétt mbl.is : Aníta á tæpa 350 km eftir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert