Nokkrir tugir smáskjálfta hafa mælst rétt hjá Bárðarbungu á Vatnajökli í nótt og í morgun. Sá sterkasti var 2,6 að stærð. Skjálftarnir eru annars smáir, en þeim fylgir einnig órói í jarðskorpunni sem kemur fram á mælum bæði í Vonarskarði og á Dyngjuhálsi. Óróinn gerði fyrst vart við sig í gærkvöldi.
Bárðarbunga er ein stærsta eldstöð landsins.