Nýlega birtist í alþjóðlegu fagtímariti, Acta Chiropterologica, yfirlitsgrein um fund leðurblakna á eyjum við norðaustanvert Atlantshaf og Norðursjó.
Ísland er þar á meðal en fram kemur í greininni að alls hafa átta tegundir af leðurblökum fundist á Íslandi með vissu fram til loka ársins 2012.
„Seinasta aldarfjórðunginn hefur komum þeirra til landsins fjölgað til muna. Engin ein ástæða er fyrir þeirri fjölgun en þó eru líkur á því að notkun á gámum og aukin umferð skipa eigi stóran þátt á því,“ segir Ævar Petersen, dýrafræðingur, meðal annars um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.