Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur fallist á beiðni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um að málefni dóms- og lögreglumála verði færð úr hennar höndum.
Hann og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra funduðu um helgina vegna málsins, en fleiri fundir verða haldnir í vikunni.
Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Sigmundur óvíst að samhliða beiðni innanríkisráðherra um tilfærslu málaflokkanna verði lokið við breytingar á ráðuneytisskipan, en þær verði þó kláraðar í framhaldinu eftir að málinu lýkur.