Skriðan nær langt út í vatnið

Skriðan sem fór af stað þegar berghlaup varð í Öskju 21. júlí sl. teygir sig rúma 2 km út í Öskjuvatn og er um 20 metra þykk þar sem hún endar.

Vísindamenn frá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands flugu á Öskju í gær til að mæla vatnsbotninn og sækja mælingabát sem settur var á vatnið sl. fimmtudag.

„Við komumst betur að því hversu stór skriðan er,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í Morgunblaðinu í dag, en hann var á svæðinu þegar skriðan féll. „Við vorum búin að mæla stóran hluta af vatninu 2012 og sjáum núna að það er rúmlega 2 metrum dýpra. Það segir okkur að skriðan ofan í vatninu er einhvers staðar á bilinu 25-35 milljón rúmmetrar,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka