DNA-próf gert á olíunni

Goðafoss á strandstað í Óslóarfirði.
Goðafoss á strandstað í Óslóarfirði. Skanpix

Óháðir aðilar voru fengnir til þess að taka sýni úr olíunni í Goðafossi, eftir strand skipsins í Óslóarfirði í febrúar 2011, og sýni úr þeirri olíu sem hreinsuð var í kjölfarið á vegum norskra yfirvalda af strandlengjunni.

Þetta var gert vegna ágreinings á milli Eimskips annars vegar og norskra yfirvalda hins vegar um það hversu mikið magn af olíu hefði lekið úr skipinu eftir strandið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Norðmenn sögðu 100 tonn og kröfðust tveggja milljarða króna í bætur, Eimskip og tryggingafélög þess sögðu 30 tonn og vildu greiða mun minna vegna olíuhreinsunarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert