DNA-próf gert á olíunni

Goðafoss á strandstað í Óslóarfirði.
Goðafoss á strandstað í Óslóarfirði. Skanpix

Óháðir aðilar voru fengn­ir til þess að taka sýni úr ol­í­unni í Goðafossi, eft­ir strand skips­ins í Óslóarf­irði í fe­brú­ar 2011, og sýni úr þeirri olíu sem hreinsuð var í kjöl­farið á veg­um norskra yf­ir­valda af strand­lengj­unni.

Þetta var gert vegna ágrein­ings á milli Eim­skips ann­ars veg­ar og norskra yf­ir­valda hins veg­ar um það hversu mikið magn af olíu hefði lekið úr skip­inu eft­ir strandið, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Norðmenn sögðu 100 tonn og kröfðust tveggja millj­arða króna í bæt­ur, Eim­skip og trygg­inga­fé­lög þess sögðu 30 tonn og vildu greiða mun minna vegna olíu­hreins­un­ar­inn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka