Um 20 ný störf í eldfjallamiðstöð

Margar eldstöðvar eru á Suðurlandi og hugmyndin að eldfjallamiðstöðinni kviknaði …
Margar eldstöðvar eru á Suðurlandi og hugmyndin að eldfjallamiðstöðinni kviknaði árið 2010 þegar gos í Eyjafjallajökli truflaði alla flugumferð milli Evrópu og Bandaríkjanna. mbl.is/Júlíus

Til stendur að opna eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð á Hvolsvelli vorið 2016 en undirbúningur er langt kominn.

Vegna verkefnisins vinnur Rangárþing eystra að breytingum á aðal- og deiliskipulagi og áformað er að halda kynningarfund í næsta mánuði fyrir íbúa svæðisins. Um 20 ný störf gætu skapast í miðstöðinni, sem yrði um 2.500 fm að stærð. Um er að ræða fjárfestingu upp á einn milljarð króna.

Í umfjöllun um verkefni þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar, allan undirbúning miða að því að hún rísi á Hvolsvelli þó að það sé ekki endanlega frágengið. Með þeirri staðsetningu sé lögð áhersla á Suðurland sem helsta jarðskjálfta- og eldfjallasvæði Íslands.

Helstu fjárfestar í verkefninu eru Skúli Gunnar Sigfússon í Subway og Sigmar Vilhjálmsson í Hamborgarafabrikkunni. Ranglega var farið með föðurnafn Skúla í Morgunblaðinu í dag og er beðist velvirðingar á því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert