Þurrt um allt land á menningarnótt

Veðurspáin á laugardag klukkan 12.
Veðurspáin á laugardag klukkan 12. Mynd/Veðurvefur mbl.is

Heilmikil dagskrá er á laugardaginn víða um land. Um morguninn er Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og um kvöldið er svo menningarnótt. Veðurguðirnir virðast leggja blessun sína yfir báða þessa viðburði því spáin er afar fín um allt land. 

Í Reykjavík fá hlaupararnir hálfskýjað veður og allt að 11 stiga hita. Þegar líður á daginn getur hitinn farið upp í 13 stig áður en tekur að skýja örlítið meira seint um kvöldið þegar menningarnóttin stendur sem hæst.

Allt landið virðist fá svipað veður og í höfuðborginni, hálfskýjað og hita á bilinu 11-13 stig. Lítill vindur verður á landinu að undanskildum Vestfjörðum þar sem vindurinn getur farið upp í 6-8 metra á sekúndu. 

Á sunnudaginn tekur svo að skýja og rigning færist yfir landið víðast hvar. 

Sjá veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert