Búast má við margmenni í miðborg Reykjavíkur á morgun í tengslum við Reykjavíkurmaraþon og Menningarnótt. Miðborgin verður hins vegar að mestu lokuð fyrir umferð, en þjónusta Strætó verður í staðinn umsvifameiri auk þess sem frítt verður í vagnana. Fleiri götur verða lokaðar fyrir umferð í ár en áður hefur verið.
Árni Friðleifsson, varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ræddi við mbl.is um ráðstafanir í umferðinni á morgun.