Justin Timberlake lentur á Íslandi

Justin Timberlake er kominn til Íslands.
Justin Timberlake er kominn til Íslands. Mynd/AFP

Söngvarinn Justin Timberlake er mættur til Íslands fyrir tónleikana sem hann mun halda á sunnudagskvöldið í Kórnum í Kópavogi. Með Timberlake í för er mörg hundruð manna fylgdarlið eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá

Sena staðfestir á facebooksíðu sinni að Timberlake sé lentur og vísar þar í frétt Vísis af málinu en Sena sér um tónleika Timberlakes hér á landi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert