Menningarnótt verður sett í 19. sinn á morgun og verða viðburðir um alla miðborg. Sérstök áhersla verður hins vegar lögð á eitt svæði, svokallaða menningarmiðju hátíðarinnar. Í ár er menningarmiðjan á Hverfisgötu og hún verður formlega opnuð kl. 14 á morgun.
Þá mun Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, og stjórnarmaður í stjórn Menningarnætur opnar götuna með verki Laufeyjar Jónsdóttur „Gakktu í bæinn“ og lúðrasveitin Sextett SK blæs lífi í götuna. Yfir 50 viðburðir verða í boði á Hverfisgötu.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Björn Kalsö, menntamálaráðherra Færeyja, munu afhjúpa innsetningu Trónds Paturssonar, Farfuglar, í Hörpu kl. 13 á Menningarnótt þar sem níutíu glerfuglar með allt að tveggja metra vænghaf, svífa um í háloftum Hörpu.