Vagnar Strætó hafa verið þétt setnir í allan dag vegna Menningarnætur en vagnarnir flytja gesti hátíðarinnar til og frá miðbænum endurgjaldslaust.
Kolbeinn Óttarsson Proppé, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að fólksflutningarnir hafi gengið vel hingað til en þó sé ávallt verið mest að gera á milli klukkan 23:00 og 01:00 þegar fólk heldur heim á leið.
Kolbeinn segir daginn hafa gengið með svipuðum hætti og tíðkast hefur síðustu ár. „Aðsóknin hefur verið svipuð og við gerðum ráð fyrir. Við erum hinsvegar með aukavagna sem eru sendir út þar sem þess er þurfi,“ segir hann. Kolbeinn nefnir einnig að Strætó keyri á hefðbundnu laugardagskerfi á Menningarnótt en þó hafi fjölda vagna verið bætt við.