Flugeldasýningin í miðborg Reykjavíkur batt endahnútinn á dagskrá Menningarnætur í kvöld. Voru þar flugeldar sprengdir í takt við dansverkið Töfra eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur sem var frumflutt af strengjasveit og 32 kirkjum.
Kirkjuklukkur á landinu hringdu inn sýninguna, sem vakti mikla lukku meðal viðstaddra.
Talið er að um 100 þúsund manns hafi lagt leið sína í miðborgina í dag. Hátt í 600 viðburðir voru á dagskrá frá morgni til kvölds.