Langflestir virða lokanir

Fjölmenni er í miðbæ Reykjavíkur vegna Menningarnætur.
Fjölmenni er í miðbæ Reykjavíkur vegna Menningarnætur. Ljósmyndari / Eggert Jóhannesson

Umferð gengur vel og langflestir virða umferðarlokanir vegna Menningarnætur að sögn Ágústs Svanssonar, aðalvarðstjóra í aðgerða- og skipulagsdeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Veðrið leikur við gesti og er því hátíðin í fullum gangi.

Ágúst segir að borgarbúar og aðrir gestir hátíðarinnar séu til fyrirmyndar og að lögreglan hafa lítið annað að gera en að njóta menningar. Hann telur að stærra lokunarsvæði hafi jákvæð áhrif þar sem ökumenn aki nú í kringum lokunarsvæðið en ekki inn og útúr því.  

Flugeldasýning hefst klukkan 23:00 en fram að því mun fjöldi viðburða fara fram í miðbæ Reykjavíkur. Tónleikar Rásar 2, sem nefnast Tónaflóð, hefjast klukkan 20:00 við Arnarhól. Hægt verður að hlusta á tónleikana í beinni útsendingu á Rás 2 en einnig verður bein sjónvarpsútsending af tónleikunum á RÚV og RÚV HD. Í Hljómskálagarðinum mun Bylgjan einnig standa fyrir tónleikum og svokölluðu „garðpartýi“.

Þessi unga stúlka brosir út að eyrum.
Þessi unga stúlka brosir út að eyrum. Ljósmyndari / Eggert Jóhannesson
Ýmsir viðburðir eru á dagskrá Menningarnætur.
Ýmsir viðburðir eru á dagskrá Menningarnætur. Ljósmyndari / Eggert Jóhannesson
Þessi stúlka virðist ánægð með rósirnar.
Þessi stúlka virðist ánægð með rósirnar. Ljósmyndari / Eggert Jóhannesson
Þessir hressu strákar sungu fyrir gesti og gangfarendur í karókí.
Þessir hressu strákar sungu fyrir gesti og gangfarendur í karókí. Ljósmyndari / Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert