Mikið líf á Menningarnótt

Gríðarlegur fjöldi fólks er á Arnarhóli.
Gríðarlegur fjöldi fólks er á Arnarhóli. Ljósmyndari/ Eggert Jóhannesson

Líf og fjör hefur verið í miðbænum í dag og í kvöld vegna Menningarnætur en hátt í 400 viðburðir eru á dagskrá hátíðarinnar. Á heimasíðu Menningarnætur er talið að gestir hennar séu rúmlega 100.000 talsins og sé því stærsta hátíð landsins. 

Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkur en markmið hennar er að hvetja fólk til menningarþátttöku með því að bjóða upp á mikinn fjölda fjölbreyttra atburða. 

Meðfylgjandi eru myndir sem ljósmyndari mbl.is fangaði af hátíðinni í kvöld.

Hljómsveitin Skálmöld lék listir sínar við Arnarhól.
Hljómsveitin Skálmöld lék listir sínar við Arnarhól. Ljósmyndari/ Eggert Jóhannesson
Þessir hausaskellar létu sig ekki vanta á Menningarnótt.
Þessir hausaskellar létu sig ekki vanta á Menningarnótt. Ljósmyndari/ Eggert Jóhannesson
Hljómsveitin Mammút.
Hljómsveitin Mammút. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert