Mikil stemning á Menningarnótt

Menningarnótt tónleikar á Arnarhóli
Menningarnótt tónleikar á Arnarhóli mbl.is/Árni Sæberg

Stemningin á Menningarnótt var með besta móti. Gríðarlegur fjöldi lagði leið sína í miðborgina um kvöldið. Brugðið var á það ráð að loka stórum hluta miðborgarinnar fyrir bílaumferð, þannig að menningarsólgnir gestir urðu að koma sér miðsvæðis fótgangandi, á hjóli eða með hjálp almenningssamgangna. 

Samkvæmt upplýsingum frá Strætó hafa aldrei fleiri tekið nýtt sér þjónustu fyrirtækisins á einum degi.

Því miður var nokkuð um unglingadrykkju eftir að dagskrá Menningarnætur lauk, en dagskráin þótti heppnast með ágætum.

Eggert Jóhannesson, ljósmyndari mbl.is, tók meðfylgjandi myndasyrpu víðsvegar í borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert