Full fjarskiptaþjónusta komin á Vestfirði

Viðskiptavinir Símans á Vestfjörðum eru nú komnir í farsímasamband og talsímasamband. Farsíma- og fastlínusamband er komið á um varaleið Mílu. Þá samdi Síminn við Vodafone fyrr í dag um tímabundinn aðgang að farsímakerfi Vodafone til að flýta fyrir því að viðskiptavinir kæmust í farsímasamband. Á þriðja tímanum var sá aðgangur virkjaður.

„Síminn þakkar Vodafone fyrir skjót og fagleg viðbrögð í dag. Áfram er unnið á vegum Mílu að viðgerð vegna internetþjónustu og sjónvarpsþjónustu. Síminn biður Vestfirðinga velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin hefur valdið,” segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.

Uppfært klukkan 16.23

Míla hefur lokið viðgerð á búnaði sem olli bilunum í fjarskiptakerfi Símans fyrr í dag. Full fjarskiptaþjónusta er nú komin á svæðið, þar með talin internetþjónusta og sjónvarpsþjónusta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert