Enn ósamið í Herjólfsdeilunni

Lög sem sett voru á verkfallsaðgerðir undirmanna á Herjólfi í …
Lög sem sett voru á verkfallsaðgerðir undirmanna á Herjólfi í byrjun apríl falla úr gildi þann 16. september nk. Eggert Jóhannesson

Enn er ósamið í Herjólfs­deil­unni og hef­ur rík­is­sátta­semj­ari boðað við sátta­fund­ar um miðjan næsta mánuð. Einn form­leg­ur fund­ur hef­ur farið fram í sum­ar og þá hafa einnig verið óform­leg­ar þreif­ing­ar milli deiluaðila. Lög sem sett voru á verk­fallsaðgerðir und­ir­manna á Herjólfi í byrj­un apríl falla úr gildi þann 16. sept­em­ber nk.

Fara fram á nokkra hækk­un

Kjara­deil­unni var vísað til rík­is­sátta­semj­ara í lok janú­ar á þessu ári. Þegar hvorki gengið hafði né rekið í lok fe­brú­ar voru verk­fallsaðgerðir boðaðar frá og með 5. mars. Þegar þeim hafði verið beitt í þrjár vik­ur samþykkti Alþingi lög sem kveða á um frek­ari verk­fallsaðgerðum á Herjólfi verði frestað til og með 15. sept­em­ber.

Í kröf­um Sjó­manna­fé­lags Íslands fólst 16% hækk­un á grunn­kaupi, hækk­un á næt­ur­vinnu­álagi frá 33% upp í 80% og þá vill fé­lagið einnig að starfs­menn­irn­ir fái sjó­manna­afslátt til baka  sem af­num­inn var um síðustu ára­mót.

Hafa lagt fram lausn­ir í mál­inu

Að sögn Ólafs William Hand, upp­lýs­inga­full­trúa Eim­skips, hef­ur fé­lagið lagt fram lausn­ir á mál­inu í sum­ar á óform­leg­um fund­um. Lausn­irn­ar komi, að mati fé­lags­ins, veru­lega til móts við kröf­ur starfs­manna Herjólfs en þeim var öll­um hafnað af Sjó­manna­fé­lagi  Íslands. Enn er því ósamið í kjara­deil­unni.

Jón­as Garðars­son, formaður Sjó­manna­fé­lags Íslands, hef­ur hingað til setið einn við samn­inga­borðið fyr­ir hönd fé­lags­ins og hef­ur það verið gagn­rýnt af Eim­skip.„Það væri æski­legt að menn úr áhöfn Herjólfs sætu við samn­inga­borðið, það myndi flýta ferl­inu varðandi boðleiðir,“ seg­ir Ólaf­ur, aðspurður um gagn­rýni fé­lags­ins.

Verk­fallsaðgerðir hefjast á ný

Jón­as seg­ir í sam­tali við mbl.is að ekki líti út fyr­ir að samn­ing­ar ná­ist áður en lög­in falla úr gildi. Form­leg­ur fund­ur fór fram í hús­næði rík­is­sátta­semj­ara sl. fimmtu­dag og verður næst fundað þann 15. sept­em­ber, dag­inn áður en lög­in falla úr gildi.

Tak­ist ekki samn­ing­ar fyr­ir þann tíma, hefjast verk­fallsaðgerðir á ný þriðju­dag­inn 16. sept­em­ber. Þær fela í sér yf­ir­vinnu­bann og þá verður ekki siglt á föstu­dög­um, laug­ar­dög­um og sunnu­dög­um.  „Það stefn­ir í átök,“ seg­ir Jón­as. 

Herjólf­ur sigl­ir til Svíþjóðar í byrj­un sept­em­ber þar sem hann fer í slipp. Ýmsar breyt­ing­ar verða gerðar á skip­inu sem bæta munu sigl­inga­getu þess í Land­eyja­höfn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka