Veðurstofa Íslands hefur útbúið myndband þar sem sjá má tíðni skjálfta á tíu daga tímabili frá 16. ágúst. Þá sést einnig á hvaða dýpt skjálftarnir hafa orðið, en mismunandi litir punkta á kortinu sýna dagafjölda frá 16. ágúst þegar skjálftarnir eiga sér stað.
Eins og fram kemur í frétt mbl.is er talið að vatnsstaða Grímsvatna hafi hækkað um 5 til 10 metra á síðustu dögum, sem samsvarar því að 10 til 30 milljón rúmmetrar af vatni hafi bæst í vötnin. Þá kom fram á fundi vísindaráðs í morgun að skjálftavirkni er svipuð og undanfarna daga, en um miðnætti voru þrír skjálftar u.þ.b. 4 að stærð og einn 5 að stærð kl. 08:13 í morgun, allir í Bárðarbungu.
Frétt mbl.is: Vatnsstaða hækkað um 5-10 metra