Hefði átt að nýta tímann betur

Nokkrir óformlegir fundir voru í sumar en báru þeir ekki …
Nokkrir óformlegir fundir voru í sumar en báru þeir ekki árangur. Sigurður Bogi Sævarsson

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri Vest­manna­eyja, seg­ist hafa átt von á að tím­inn yrði nýtt­ur bet­ur í sum­ar til að leysa kjara­deilu und­ir­manna á Herjólfi við Eim­skip. Aðeins einn form­leg­ur fund­ur fór fram í kjara­deil­unni í sum­ar, sl. fimmtu­dag, og er næsti fund­ur boðaður hjá rík­is­sátta­semj­ara þann 15. sept­em­ber nk.

Nokkr­ir óform­leg­ir fund­ir voru í sum­ar en báru þeir ekki ár­ang­ur. Enn er því ósamið og út­lit fyr­ir að ekki tak­ist að semja áður en lög um frest­un verk­fallsaðgerða und­ir­manna á Herjólfi sem sett voru þann 2. apríl sl. falla úr gildi þann 16. sept­em­ber nk.

Gera kröfu um að sam­göng­ur verði tryggðar

„Mér líst af­skap­lega illa á þetta. Ég er ekki viss um að menn geri sér grein fyr­ir þeim sam­fé­lags­legu áhrif­um sem þetta hef­ur. Það geng­ur ekki að ríkið stilli mál­um upp þannig að við eig­um at­vinnu­ör­yggi okk­ar und­ir kjara­deil­um þriðja aðila,“ seg­ir Elliði í sam­tali við mbl.is.

Aðspurður um þróun kjara­deil­unn­ar í sum­ar seg­ist hann að sjálf­sögðu hafa átt von á að tím­inn yrði nýtt­ur vel. „Það virðist vera rosa­leg harka í þessu og mikið ber á milli deiluaðila. Það geng­ur ekki að loka næst­stærsta byggðarlagi lands­byggðar­inn­ar. Sam­fé­lagið lam­ast þegar gripið er til svona verk­fallsaðgerða,“ seg­ir Elliði.

„Við ger­um þá kröfu til rík­is­ins að sam­göng­ur verði tryggðar til Vest­manna­eyja. Það gild­ir einu hvort það þurfi að dýpka Land­eyja­höfn eða leysa kjara­deilu.“

Sagði fé­lagið taka frest­inn mjög al­var­lega

Á fundi hjá rík­is­sátta­semj­ara um miðjan apríl lagði Eim­skip fram til­boð þar sem að mati fé­lags­ins var veru­lega komið til móts við kröf­ur áhafn­ar á Herjólfi í mörg­um veiga­mikl­um þátt­um.

Eft­ir fund­inn sagði Jón­as Garðars­son, formaður Sjó­manna­fé­lags Íslands, að „rúllað hefði verið yfir stöðuna“ án þess að neitt nýtt kæmi fram og deil­an væri í raun á byrj­un­ar­reit.

Ólaf­ur William Hand, upp­lýs­inga­full­trúi Eim­skips, sagði í sam­tali við mbl.is eft­ir fund­inn að fé­lagið tæki frestið sem ríkið gaf með laga­setn­ingu mjög al­var­lega og liti á hann sem frest til að vinna að lausn máls­ins en ekki að tefja hana fram í sept­em­ber. 

Þá sagði hann einnig að það væri ólíðandi fyr­ir Vest­manna­ey­inga og aðra sem þyrftu að nota þjón­ustu ferj­unn­ar að lifa í ótta um annað verk­fall í sept­em­ber.

Elliði Vigfússon, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Elliði Vig­fús­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert