Biðja Færeyinga afsökunar á Facebook

Færeyska skipið Næraberg KG14
Færeyska skipið Næraberg KG14 mbl.is/Ómar Óskarsson

Fram er komin Facebooksíða þar sem Færeyingar eru beðnir afsökunar á því hvernig komið er fram við makrílveikiskipið Næraberg og áhöfn þess hér á landi.

„Við viljum vekja athygli á síðunni: Færeyingar: Við biðjumst afsökunar! Síðan var stofnuð um þrjúleytið í dag eða í kjölfar frétta af því að færeyska makrílveiðiskipið fái ekki að taka vistir, vatn, olíu eða skipta um áhöfn. Og að skipverjar megi ekki stíga fæti í land.“

Þetta segir í tilkynningu frá þeim sem standa að Facebookhópnum Færeyingar, við biðjumst afsökunar.

Aðstandendur síðunnar segjast „harma að ákvarðanir ríkisstjórnarinnar um „að erlend skip sem veiða eða hafa veitt makríl í grænlenskri lögsögu fái ekki að nota íslenskar hafnir“ skuli bitna þannig á frændum okkar Færeyingum og vilja koma afsökun okkar á framfæri.“

Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 1.600 manns ljáð síðunni þumal sinn á Facebook.

Facebookhópurinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert