Meirihluti andvígur aðild að ESB

Norden.org

Meirihluti Íslendinga er andvígur aðild að Evrópusambandinu samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem Capacent gerði fyrir samtökin Já Ísland sem hlynnt eru aðild að sambandinu. Spurt var í skoðanakönnuninni hvernig aðspurðir myndu greiða atkvæði ef kosið yrði um aðild að ESB. 54,7% sögðu að þau myndu hafna aðild en 45,3% að þeir myndu styðja hana. 

Greint var frá niðurstöðum skoðanakönnunarinnar á aðalfundi Já Ísland sem fram fór í dag. Samkvæmt henni er meirihluti kjósenda Framsóknarflokksins (92%) og Sjálfstæðisflokksins (83%) andvígur aðild að ESB en meirihluti kjósenda Samfylkingarinnar (89%), Bjartrar framtíðar (81%), Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs (55%) og Pírata (55%) hlynntir henni.

Skoðanakönnunin var gerð dagana 29. júlí – 10. ágúst 2014. Um var að ræða netkönnun meðal 1.500 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri sem voru handvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Þátttökuhlutfall var 54,6%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert