Oslóarborg mun áfram færa Reykjavíkurborg jólatré að gjöf. Því lýsti borgarstjórinn í Osló, Fabian Stang, yfir í bréfi sem hann sendi Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra í Reykjavík.
Í bréfinu er einnig upplýst að skipafélagið sem hefur flutt tréð á milli landanna borgunum að kostnaðarlausu muni gera það áfram.
Nokkur umræða varð um Oslóartréð í vetur sem leið en borgarstjórn Oslóar tók þá ákvörðun um að hætta við að gefa Reykjavíkurborg tréð. Í tilkynningu frá borginni segir að ákvörðun Oslóarborgar hafi verið dregin til baka.