Búið að loka fyrir streymið

Akrafell, flutningaskip Samskipa, strandaði á Austfjörðum í morgun.
Akrafell, flutningaskip Samskipa, strandaði á Austfjörðum í morgun. Jónína Óskarsdóttir

Talið er að köfurum Landhelgisgæslunnar hafi tekist að loka fyrir streymi inn í vélarrúm Akrafells, skips Samskipa sem strandaði við Vattarnes í morgun. Dælurnar hafa í allan dag dælt vatni úr skipinu en ekki haft undan vegna stærðar lekans. Nú þegar búið er að loka fyrir streymið er árangur dælingarinnar að koma í ljós. 

Flugvélin TF-SIF flaug yfir svæðið klukkan 15 með mengunargreiningarbúnaði en engin mengun var sjáanleg eftir skipið. 

Varðskipið Þór er nú á leið á staðinn og tekur við vettvangsstjórnun af varðskipinu Ægi sem verið hefur á staðnum í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert