Sjór hækkar í vélarrúminu

Akrafell, flutningaskip Samskipa, strandaði á Austfjörðum í morgun.
Akrafell, flutningaskip Samskipa, strandaði á Austfjörðum í morgun. Jónína Óskarsdóttir

Sjór hækkar enn í vélarrúmi skipsins Akrafells og virðast dælur ekki hafa undan að dæla út vatninu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni en nú fyrir stuttu var að ljúka samráðsfundi gæslunnar, Umhverfisstofnunar, Samgöngustofu og Samskipa. 

Flutningaskipið strandaði við Vattarnes á fimmta tímanum í morgun. Eru nú um tuttugu manns við vinnu um borð í Akrafelli, sex úr áhöfn skipsins, fjórir frá Landhelgisgæslunni og tíu manns frá björgunarsveitum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. 

Skipið er laust að framan en virðist sitja fast á klettanibbu að aftan. Er nú unnið að brottför varðskipsins Þórs frá Reykjavík og er áætlað að skipið verði komið að strandstað um hádegi á morgun. Tekur varðskipið þá við vettvangsstjórnun af varðskipinu Ægi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert