Unnið að því að tryggja ástandið

Mynd frá strandstað en skipverjar voru fluttir um borð í …
Mynd frá strandstað en skipverjar voru fluttir um borð í Aðalstein Jónsson. Pétur Kristinsson

Verið er að dæla sjó úr vélarrúmi flutningaskipsins Akrafells sem strandaði á fimmta tímanum við Vattarnes, milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. „Ástandið er stöðugt núna,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson verkefnastjóri aðgerðarmála. Hann segir unnið að því að tryggja ástandið og fyrirbyggja frekari slys.

Unnið er að því að koma fleiri dælum í skipið en dælan sem þyrla Landhelgisgæslunnar flutti austur í morgun hefur ekki undan. Varðskip er á leiðinni á strandstað og fjölmargir björgunarsveitarmenn eru að störfum. Jafnframt hafa kafarar verið ræstir út. Alls eru tíu um borð í Akrafelli, fjórir skipverjar og sex björgunarsveitarmenn, segir Guðbrandur en áhöfn skipsins var ekki í neinni hættu.

„Það er aðallega verið að huga að því að tryggja ástandið og fara í fyrirbyggjandi aðgerðir varðandi mengunarvarnir,“ segir Guðbrandur en svartolía og gasolía er um borð í skipinu. 

Það er fjara núna og þegar fer að flæða að er ómögulegt að vita hvort skipið losnar af strandstað á flóði. Búið er að koma taug í skipið og hægt að bjarga því ef skipið fer eitthvað að hreyfast, segir Guðbrandur.

12 manns voru um borð í Akrafelli þegar það strandaði og kom strax mikill leki að því. Skip­verj­ar hófu þegar dæl­ingu úr skip­inu en höfðu ekki und­an. 

Tilkynning frá Samskipum

„„Um kl. 05.00 í morgun strandaði Akrafell undir Vattarnesskriðum milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Leki kom þegar að skipinu

Björgunarsveitir frá Austfjörðum komu á strandstað skömmu síðar og búið er að koma hluta úr áhöfninni frá borði ásamt því að björgunarsveitarmenn eru komnir um borð í skipið. Áhöfnin er úr hættu. Aðgerðir eru í gangi til að dæla sjó úr skipinu ásamt því að koma í veg fyrir hugsanlega mengun. Veður á svæðinu er gott.

Í áhöfn skipsins eru 13 manns, frá Austur-Evrópu og Filipseyjum.

Akrafell er 500 gámaeininga skip sem bættist í flota Samskipa 2013. Skipið er byggt í Kína árið 2003. Skipið er í eigu Samskipasamstæðunnar.“

Akrafell á strandstað
Akrafell á strandstað Jens Dan Kristmannsson
Akrafell á strandstað
Akrafell á strandstað Jens Dan Kristmannsson
Akrafell á strandstað
Akrafell á strandstað Jens Dan Kristmannsson
Akrafell á strandstað
Akrafell á strandstað Jens Dan Kristmannsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert