Hraunið rennur út í Jökulsá

Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands birti þessa mynd í morgun.
Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands birti þessa mynd í morgun. Ljósmynd/Gro Birkefeldt Møller Pedersen

Hraunstraumur úr eldgosinu í Bárðarbungu hefur nú náð Jökulsá á Fjöllum. Starfsmaður Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er staddur við gosstöðvar og segir gufur stíga upp á svæðinu.

Í gær var flatarmál hraunsins orðið 15,9 ferkílómetrar. Eldgosið hefur nú staðið yfir í viku og er ekkert lát á gosinu.

Hraunið á leið í Jökulsá á Fjöllum.
Hraunið á leið í Jökulsá á Fjöllum. Mynd/Gro Birkefeldt Møller Pedersen
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert