Útskrifaðir eftir reykeitrun

Akrafell klukkan 5:30 í höfninni á Eskifirði í dag.
Akrafell klukkan 5:30 í höfninni á Eskifirði í dag. Mynd/Jens G. Helgason

Skipverjarnir níu sem sendir voru á spítala með reykeitrun eftir að hafa unnið við björgun skipsins Akrafells hafa nú verið útskrifaðir af fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Að sögn læknis þar voru þeir með reykeitrunareinkenni sem lýsa sér í ógleði, höfuðverk og svima. 

Reykeitrunina má rekja til dælnanna sem notaðar voru til að dæla sjó úr skipinu. Ganga þær fyrir bensíni og við brennslu þess myndast koltvísýringur sem mennirnir önduðu að sér. 

Að sögn læknisins er súrefnismeðferð beitt þegar lækna á einstaklinga með reykeitrun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert