Veikir vegna útblásturs

Skipið Akrafell var afar sigið og hallaði mikið þegar það …
Skipið Akrafell var afar sigið og hallaði mikið þegar það kom til hafnar í nótt. Mynd/Jens G. Helgason

Skipið Akrafell sem strandaði við Vattarnes í gærmorgun er nú komið til hafnar í Eskifirði. Skipið Aðalsteinn Jónsson losaði Akrafell af strandstað í nótt og dró það til hafnar. Upprunalega átti að fara með skipið til hafnar á Reyðarfirði en ákveðið var á miðri leið að fara til Eskifjarðar og tekin var kröpp beygja í átt til Eskifjarðar. Í gær var lekinn á skipinu stöðvaður en hann hófst að nýju þegar skipið var dregið af slysstað. Tvísýnt var um tíma hvort skipið myndi sökkva á leiðinni til Eskifjarðar. 

Við beygjuna kom mikill halli á skipið. Mikill sjór er í skipinu sem gerir það að verkum að það ristir afar djúpt. 

Þá voru níu fluttir á sjúkrahúsið í Neskaupstað vegna koltvísýringseitrunar vegna útblásturs dælnanna um borð í skipinu og eru nokkrir þeirra töluvert veikir samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. 

Akrafell klukkan 5:30 í höfninni á Eskifirði í dag.
Akrafell klukkan 5:30 í höfninni á Eskifirði í dag. Mynd/Jens G. Helgason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert