Sigmundur: Rangt að hækka vsk á matvæli

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Golli

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í ágúst árið 2011 að tillögur um hækkun virðisaukaskatts á matvæli væru skelfilegar fréttir. Þetta kemur fram í grein sem Sigmundur birti á heimasíðu sinni í 8. ágúst 2011, en RÚV vakti fyrst athygli á málinu í dag.

„Að hækka virðisaukaskatt á matvæli í þeirri stöðu sem nú ríkir er hrein aðför að láglaunafólki. Þetta er rangt og þetta verður að stöðva.

Ef af slíkum skattahækkunum verður er algerlega ljóst að fyrsta verk Framsóknar í ríkisstjórn verður að afnema þær,“ skrifaði Sigmundur Davíð fyrir þremur árum.

Í fjárlagafrumvarpi næsta árs, sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í gær, kemur fram að efra virðisaukaskattsþrepið verði lækkað úr 25,5% í 24%, sem er hinn almenni virðisaukaskattur sem lagður er á flestar vörur. Þar segir jafnframt, að lægra þrepið verði hækkað úr 7% í 12%. Við það munu matvæli hækka í verði ásamt gistingu, fjölmiðlum, bókum og plötum, svo helstu dæmi séu nefnd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka