Hátt í 50 skjálftar mældust á umbrotasvæðinu í nótt og samkvæmt upplýsingum frá Sigurlaugu Hjaltadóttur, sérfræðingi á jarðvársviði Veðurstofu Íslands, hefur óróinn verið lítill en stöðugur í nótt eins og síðustu daga.
Skjálftavirknin er ennþá að mestu bundin við Bárðarbungu og norðurenda gangsins (við jaðar Dyngjujökuls). Enn mælast skjálftar við Herðubreiðartögl en heldur færri en síðustu sólarhringa.
Stærsti skjálftinn varð kl. 05:28:34 við norðanverða Bárðarbungu og var um 5,5 að stærð.
Uppfært klukkan 8:35
Svo virðist sem skjálfti sem talið var að hefði verið 4,9 stig hafi verið 5,5 stig og hefur fyrirsögn og fréttinni verið breytt í samræmi við það.